Einfaldur og mjög góður einn og sér eða sem heitur réttur á hlaðborði.
Kjötið er brúnað í olíunni í potti. Brytjað grænmeti og laukur annað en paprika, sett út í ásamt kryddi, vatni, rauðvíni og teningi.
Látið malla í ca 30 mín. Þá er brytjaðri paprikunni bætt út í ásamt rjómanum (má nota mjólk að hluta). Soðið við vægan hita í 10 mín til viðbótar.
Með þessu eru borin fram hrísgrjón, gott salat t.d. úr spínatblöðum og fetaosti í kryddolíu.
Gott heimabakað brauð er líka tilvalið.