Til að ná blettum úr fatnaði eða öðru er best að reyna strax eða sem allra fyrst að vinna á þeim. Sitji blettur of lengi þannig að efnið drekki hann í sig, þornar hann inn í efnið og erfiðara verður og stundum ógerningur að ná honum úr.
Sveppamyndun t.d. í þvottavélum leynir sér ekki, það kemur vond lykt úr þvottinum og sveppurinn er sýnilegur með berum augum t.d. í sápuhólfinu. Þá er um að gera að hefjast handa og losa sig við þennan hvimleiða „gest“.
Til að koma í veg fyrir að maturinn lendi í ruslinu er ráð að frysta hann. Avacadó, ferska tómata, ost, rjómaost, smjör, hvítlauk, chili og banana má frysta.
Stundum eru ofnæmislyfin einfaldlega ekki nóg þegar frjókornamagn í loftinu er hvað mest. Með því að nýta sér þessi ráð verður lífið kannski aðeins auðveldara.
Reglulega eða allavega á tveggja mánaða fresti þarf að þrífa ísskápinn allan að innan og utan. Þrífa þarf hillur og henda þarf út mat sem hefur gleymst og skemmst. Þetta er ekki endilega það skemmtilegasta sem við gerum í eldhúsinu en með því að fylgja eftirfarandi ráðum, verður þetta leikur einn.
Það borgar sig að skoða merkingar á fatnaði vel t.d. hvaða hitastig skal notað og hvort má þvo hann, áður en við skellum honum í þvottavélina. Sumar flíkur þola einungis hreinsun í efnalaug meðan aðra þola slíkt alls ekki. Þannig aukum við „líftíma“ fatnaðins og hann helst fallegur lengur.