Þurrefnum blandað saman í hrærivélaskál, það auðveldar verkið að hnoða það í vél fremur en í höndum.
Smjöri, eggi bætt út í og hnoðað og vætt í með mjólkinni eftir þörfum.
Gott er að geyma deigið um stund á köldum stað.
Flatt út á hveitistráðu borði og stungnar út kökur undan glasi. Ein teskeið af sultu eða svo sett á hverja köku, þær lagðar saman og brúnunum lokað með því að þrýsta með gafli á þær.
Bakaðar við 200° hita þar til þær eru ljósbrúnar.
Ath hálfmánar geymast mjög vel.