Hafragrautur Nikulásar

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 ½ dl haframjöl, gróft (ekki verra ef það er lífrænt ræktað)
  • 5 dl vatn
  • 1 msk olívuolía
  • salt
  • Ef vill má setja 1 msk af hörfræi og 1-2 msk af rúsínum út í með mjölinu eða aðra þurrkaða ávexti.

Directions

  1. Setjið vatn og olíu í pott og hleypið upp suðu.

  2. Haframjölið hrært út í og hitinn lækkaður þannig að rétt malli í grautnum.

  3. Látið malla þangað til hann fer að þykkna. Þá er saltað eftir smekk.

  4. Ef notaðir eru þurrkaðir ávextir eru þeir settir strax á eftir mjölinu.

  5. Borin fram með mjólk eða AB-mjólk og smávegis af kanildufti sáldrað yfir.