Hátíðarpottréttur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 600 g nauta- eða lambakjöt
  • 1 stórlaukur eða nokkrir perlulaukar
  • 2 hvitlauksgeirar ef vill
  • 4 gulrætur
  • 3 sellerístönglar
  • 1-2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 1/2 tsk karrý
  • 1 græn parika
  • 1 lítil dós tómatmauk (puré)
  • 2 dl vatn
  • 1 dl rauðvín
  • 1 súputeningur (grænmetis)
  • 2 1/2 dl rjómi
  • olía til að steikja úr

Directions

  1. Kjötið er brúnað í olíunni í potti. Brytjað grænmeti og laukur annað en paprika, sett út í ásamt kryddi, vatni, rauðvíni og teningi.

  2. Látið malla í ca 30 mín. Þá er brytjaðri paprikunni bætt út í ásamt rjómanum (má nota mjólk að hluta). Soðið við vægan hita í 10 mín til viðbótar.

  3. Með þessu eru borin fram hrísgrjón, gott salat t.d. úr spínatblöðum og fetaosti í kryddolíu. <br />Gott heimabakað brauð er líka tilvalið.