Hamborgarhryggur

2.7/5 hattar (20 atkvæði)

Ingredients

  • hamborgarahryggur 1 ½ - 2 kg
  • vatn
  • ca 10 svört piparkorn
  • 1 laukur ef vill
  • 1 gulrót
  • 1 sellerístilkur
  • 2 dl rauðvín

Directions

  1. Grænmeti skorið frekar gróft og sett í pott ásamt hryggnum, vatni, víni og piparkornum.
    Suðan látin koma upp við vægan hita. Og látið sjóða í ca 40 mínútur.
    Hryggurinn tekin upp úr og látin bíða í 20 mínútur.
    Á meðan er hungangsljáinn útbúin og honum penslað á hryggin.
    Bakað í ofni við 180° í 15 mín. Hrærið samanið hráefnunum í hunangsgljáann og penslið hrygginn með honum. Setjið í 180°C heitan ofn í 15 mín.
    Berið fram með rauðvínssósu, brúnuðum kartöflum og rauðkáli.

  2. Rauðvínssósa
    7 dl soð og kjötkraftur (svína-)
    (má nota soð úr potti ef vill en þá kemur reykkeimur af sósunni)

    1 dl rauðvín
    1 msk rauðvínsedik
    1 msk rifsberjahlaup
    1 dl rjómi
    salt og pipar

  3. Smjörbolla
    40 gr hveiti
    40 gr smjörlíki

    Fleytið fitu af soðinu ef það er notað, útbúið annars soð úr teningi. Búin til smjörbolla úr hveiti og smjörlíki. Soðið hrært út í smá skömmtum.
    Rauðvíni, ediki, rjóma og rifsberjahlaupi bætt út í. Bragðbætt með salti og pipar ef þurfa þykir, jafnvel ögn af sætu sinnepi.

  4. Annað meðlæti
    Sykurbrúnaðar kartöflur, niðursoðin ananas, eplasalat, rauðkál og/eða léttsoðið rósakál.