Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum.
Nú þegar þrengir að fjárhag heimilanna, ásamt því að matvöruframleiðsla á sök á ca. 22% af umhverfismengun á vesturlöndum, er veruleg þörf á að snúa dæminu við og hugsa betur um hvernig við kaupum inn og hvað er nauðsynlegt og hvað ekki.