Hjá Leiðbeiningastöðinni er veitt í símaráðgjöf og upplýsingamiðlun um flest það er lítur að heimilishaldi s.s.:
■ Matreiðslu, bakstri, veisluundirbúningi eins og magni pr. mann, vinnubrögðum og skipulagi.
■ Mataræði, uppskriftir, bæði algengar og sérhæfðar fyrir þá sem glíma við ofnæmi/óþol, sykursýki eða þurfa að neyta minni fitu o.s.frv.
■ Meðferð matvæla, geymsluþol og hreinlæti við meðhöndlun hráefnis og fullunnar matvöru.
■ Þrifum, þvottum, blettahreinsun og meðferð vefjarefna.
■ Útgáfu fræðsluefnis.
■ Birtingu greina og leiðbeiningar í fjölmiðlum, í tímaritinu Húsfreyjunni og á Vefnum. Auk þess sem veitt eru viðtöl að gefnu tilefni.
■ Upplýsingar úr evrópskum gæðakönnunum á heimilistækjum.
■ Þjónustan er öllum opin, endurgjaldslaust.
Kvenfélagasamband Íslands hefur rekið Leiðbeiningastöðina frá október 1963
Símanúmer: 552 1135
Netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Vefslóð: www.leidbeiningastod.is