Hvað er betra en ilmandi brauð á Þorláksmessu, svona rétt áður en þú leggur af stað út í jólastemminguna. Eða fyrir þá sem fá alltaf fasta þorláksmessugesti. Það tekur skamma stund að að hræra í nokkur brauð og þau eru fljót að hverfa! Baksturinn tekur um 1 klst. en lyktin sem kemur í staðinn er ómissandi, húsið angar af kanil, negul og engifer.