Laukur, gulrætur, paprika og epli skorin í bita og mýkt í olíu á pönnu. Hrært vel í á meðan, má ekki brúnast.
Karrýi stráð yfir og því næst er osti og rjóma hellt út á og hrært vel og látið malla smá stund.
Fiskurinn skorin í netta bita og raðað yfir og salti og sítrónupipar stráð yfir.
Lok látið á pönnuna og látið sjóða við vægan hita þangað til fiskurinn er orðin stífur.
Borin fram með kartöflum eða soðnum hrísgrjónum.