Ýsa á pönnu

2.5/5 hattar (4 atkvæði)

Ingredients

  • 800 g ýsuflak
  • 1 laukur
  • 1 paprika, rauð
  • 1 epli, grænt
  • 4 - 5 gulrætur
  • 2 msk rúsínur, ljósar
  • 1-2 tsk karrý
  • 1 dl matreiðslurjómi
  • 100 g rækjusmurostur
  • 1 tsk salt
  • 1/2 tsk sítrónupipar
  • olía eða mjör til að steikja grænmetið úr

Directions

  1. Laukur, gulrætur, paprika og epli skorin í bita og mýkt í olíu á pönnu. Hrært vel í á meðan, má ekki brúnast.
    Karrýi stráð yfir og því næst er osti og rjóma hellt út á og hrært vel og látið malla smá stund.
    Fiskurinn skorin í netta bita og raðað yfir og salti og sítrónupipar stráð yfir.
    Lok látið á pönnuna og látið sjóða við vægan hita þangað til fiskurinn er orðin stífur.

    Borin fram með kartöflum eða soðnum hrísgrjónum.