Þorskur með eplum

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 500 g þorskflak roðflett og beinlaust
 • 2 msk speltmjöl
 • 3-4 msk matarolía
 • 1 tsk karrý
 • 1 tsk sítrónupipar
 • salt ef vill
 • 2 epli, gul
 • 2 msk rúsínur
 • ögn af karrý

Directions

 1. 3 msk af olíu er hituð á pönnu, karrýinu stráð yfir og hrært aðeins í. Gætið vel að hitanum, steikja skal við meðalheita annars brennur karrýið við.
  Fiskurinn skorin í hæfilega bita og velt upp úr speltmjöli og sítrónupipar. Steikt á báðum hliðum þangað til fiskurinn er  stífur í gegn.
  Eplin þvegin, kjarnhreinsuð og skorin í teninga og fiskurinn tekin aðeins til hliðar á pönnunni og 1 msk olíu bætt á. Eplabitar ásamt rúsínum settir á pönnuna, karrýi stráð yfir og velt upp úr olíunni og látið malla smástund. Salti stráð yfir í lokin ef vill.

  Borið fram með soðnum kartöflum, tómötum í sneiðum og fetaosti í olíu.

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is