Laukur, epli og sveskjur er saxað smátt. Kjöthakkið hrært með eggi, lauk, hveiti og brauðraspi. Kryddað með salti og pipar og látið bíða um stund í kæli.
Þá er epla- og sveskjubitum blandað vel saman við.
Búnar til fremur smáar bollur og steiktar í vel heitri feiti á pönnu, snúið öðru hvoru þangað til þær eru gegnsteiktar.
Bornar fram með góðu salati og t.d. soðnum linsubaunum, eða því meðlæti sem ykkur lystir.