Smjör og sykur hrært ljóst og létt, romminu bætt út í og síðan er eggjunum hrært út í einu og einu í senn. Ef hræran skilur sig er ágætt að setja eins og eina msk af hveitinu saman við.
Hveitið sigtað og vanillusykri, salti, lyftidufti, ávöxtum og hnetum blandað í.
Þessu er hrært út í eggjahræruna á hægum hraða og hrært þangað til deigið er jafnt.
Sett í lausbotna hringform (18-20 cm) og sléttað vel. Ef notaðar eru möndlur ofan á kökuna er þeim raðað ofan á kökuna og vatn og sykur soðið í saman potti þangað til þykknar og síðan penslað yfir kökuna.
Bökuð við 180° í 1 klst eða ríflega það.
Ath.
Þessi kaka geymist mjög vel.