Möndlubrauð

4.0/5 rating 1 vote

Ingredients

  • Hráefni
  • 2 dl mjólk
  • 2 dl volgt vatn
  • 25 g ger
  • 1 msk hunang
  • 1 tsk salt
  • 1 1/2 msk sólblómaolía
  • 100 g möndlur, með hýði
  • ca 500 g hveiti, gjarnan vistvænt ræktað
  • 1 lítið egg
  • 500 möndluflögur

Directions

  1.  

    Aðferð
    Mjólk og vatni blandað saman, á að vera volgt. Gerið leyst upp í blöndunni og hunangi, salti og olíu blandað saman við. Möndlurnar hakkaðar fínt t.d. í blandara og bætt síðan út í. Hveitinu hnoðað saman við smátt og smátt þangað til deigið verður mjúkt og meðfærilegt. Látið hefast í 1-1 1/2 klst undir klút.
    Deigið slegið niður og formuð brauð, eitt stórt eða tvö lítil og látið hefast í svipaðan tíma og áður. Brauðunum þrýst aðeins niður og pensluð með samanslegnu eggi og möndluflögum stráð yfir.
    Bakað við 200° heitum ofni í 35-40 mínútur ef brauðið er stórt annars í 25-30 mínútur. Ef heyrsit holhljóð þegar bankað er létt á brauðið, er nóg að gert.