Morgungrautur Gabríels

5.0/5 rating 1 vote
  • Complexity: very easy

Ingredients

  • 3 dl bankabygg
  • 9 dl vatn
  • 2 epli skorin í litla teninga
  • 1-2 dl rúsínur
  • 1 msk kanill
  • 2 tsk salt
  • 1-2 dl fræ eftir smekk, t.d. sólblómafræ og/eða graskersfræ.
  • (+ 2 tsk hunang og 1 dl döðlur fyrir sælkerana)

Directions

  1. Hráefnið er allt sett í pott t.d. að kvöldi og suðan látin koma vel upp, síðan er slökkt undir, lokið sett á pottinn og farið að sofa. Að morgni þarf bara að hita grautinn upp og borða t.d. með mjólk (en það er ekki síðra að borða hann kaldan) eða nota sem múslí á súrmjólkina. Grauturinn þolir vel geymslu í kæli svo tilvalið er að sjóða hann til nokkurra daga í einu. (<a href="http://www.blomaval.is/">www.blomaval.is</a>)