Soðnir
Hreinsa þarf blöð og tægjur utan af honum og stönglarnir settir yfir til suðu í sjóðandi vatn.
Ef óskað er eftir alveg mjúkum maís þarf að elda þá í ca 12-15 mínútur.
Ef maísinn á að vera stökkur er nóg að elda hann í 7-8 mínútur.
Bornir fram með smjöri og góðu grófu salti. Einnig er gott að bera fram ferska sítrónubáta með og kreista yfir.
Grillaðir
Ysta lagið af stönglunum hreinsað af. Og þeir lagðir í bleyti í ca 10 mínútur. Þá er afgangurinn af blöðum hreinsaður frá og stönglanir penslaðir með góðri olíu, kryddaðir eftir smekk og grillaðir í 12-15 mínútur. Snúa þeim þegar grilltími er hálfnaður og varast skal að þeir brenni við.
Bornir fram með smjöri, kryddsmjöri eða öðru því sem við á.
Góð ráð
Ekki sjóða maísstöngla í söltuðu vatni og ekki salta þá áður en þeir fara á grillið. Saltið gerir þá harða.
Skerið endana af áður en blöðin eru tekin burt þá er auðveldara að fletta þeim af.
Maísstöngla má nota sem forrétt t.d. á undan grillmat.