Smjörlíki, sykur og sýróp er hitað saman í potti og síðan látið kólna. Egginu hrært vel saman við.
Sáldrið saman þurrefnunum og hellið sýrópsblöndunni saman við í smáskömmtum og hnoðið, gjarnan í hrærivél.
Deigið á að verða slétt og fellt. Pakkað í plastfilmu og geymt í kæliskáp í nokkra klst.
Hnoðað upp og breitt út fremur þunnt með kökukefli. Kökur stungnar út með glasi og bakaðar á plötu með bökunarpappír við 190°
Varist að baka of mikið. Látið kökurnar kólna vel og lagðar saman með smjörkreminu.
Geymast vel.
Smjörkrem
Smjör og sykur þeytt vel saman í hrærivél og eggjarauðunniog vanillusykri bætt út í. Þeytt vel.