Ráð til að minnka matarsóun og matarkostnað

 

Ráð til að minnka matarsóun og matarkostnað

Að elda sjálfur:

Hálftilbúinn og tilbúinn matur er oftar en ekki dýrari en matur sem við eldum sjálf.
Tilbúinn matur inniheldur oft mikið af salti og aukaefnum. Þegar þú eldar matinn sjálf/ur veistu nákvæmlega hvað er í honum.
Tilbúinn matur hefur áhrif á bragðlaukana (til dæmis verða börn sem borða mikið af tilbúnum mat oft afhuga því sem er heimalagað)

Baka sjálf/ur:

Brauð sem keypt eru í búðum eða bakaríum geta verið allt að 10 sinnum dýrari en þau sem við bökum sjálf heima.
Brauðmeti og korn er stór hluti af fæðunni okkar og því getur sparnaðurinn verið mjög mikill.
Annar bakstur, kökur og slíkt er líka mun ódýrari ef maður bakar sjálfur.
Hér finnur þú uppskriftir af bæði brauðum og kökum: uppskriftir:

Ekki henda mat:

Hugsaðu um matarsóun. Skoðaðu www.matarsoun.is
Nýttu afgangana í aðra rétti. T.d. ommilettur, pizzur ofl.
Afgangar gærdagsins eru nánast ókeypis máltíð daginn eftir.
Farðu vel með matinn, hugaðu vel að geymsluþoli, settu beint í kælinn og frystinn þegar þú kemur úr búðinni.
Ekki kaupa meira en þú þarft og gættu að of stórum pakkningum sem eiga það til að klárast ekki.

Hér eru hugmyndir af réttum til að nýta afganga:

Hér er svo skjal þar sem má sjá hæfilegt magn á mann: 

Eldaðu stóra skammta þegar það hentar:

Þú græðir tíma og peninga.
Þú getur fryst hluta af því.
Flestir réttir geymast vel í nokkra daga í ísskáp.

Skipuleggðu þig: 

Til að skipuleggja matseðilinn í lengri eða skemmri tíma, skaltu finna skipulag sem hentar þér og þinni fjölskyldu.
Þú getur t.d. stuðst við ráðleggingar um mataræði frá Landlækni þegar þú skipuleggur hverja máltíð.
Sjá hér: https://www.landlaeknir.is/radleggingar

Ef börn eru á heimilinu leyfðu þeim að vera með í því að skipuleggja matseðilinn.
Gerðu svo innkaupalistann út frá matseðlinum sem þið hafið valið ykkur og passið að fylgja honum. Breytið bara ef þið sjáið til dæmis eitthvað á tilboði í versluninni sem mætti skipta út fyrir annað á matseðlinum ykkar.

Þú gætir nýtt þér þennan innkaupalista sem grunn.

Hér eru nokkrar hugmyndir að ódýrum réttum til að hafa á matseðlinum:

 Forðastu handahófskennd innkaup:

Því oftar sem við förum í búðir því oftar föllum við í freistni.
Ekki fara svöng að versla.
Haltu þig við innkaupalistann þinn.

Vertu með verðvitund þína á hreinu:

Berðu saman verð, skoðaðu verð pr. kíló eða lítra þegar þú berð saman verð á ólíkum pakkningum.
Berðu líka saman verð á stórum pakkningum sem eru á tilboði, þær eru oft ódýrari pr. kíló en ekki alltaf.
Vertu viss um allt innihaldið nýtist áður en það rennur út.
Að nýta sér tlboð er sniðugt svo lengi sem þú notar alla vöruna.
Taktu líka tillit til annara þátta eins og til dæmis bensínkostnaður. Borgar sig að keyra langar leiðir til að ná í þetta góða tilboð?

Veldu vel hvar þú verslar inn:

Hafðu verðlagningu, tíma og fjarlægð í huga þegar þú velur hvar þú verslar inn.
Forðastu sjoppur og verslanir á bensínstöðvum nema í undantekningartilfellum.
Það er ágætt að nýta sér hin ýmsu afsláttarkort verslana, en passaðu að láta það ekki stjórna kauphegðun þinni.

Nýttu ókeypis mat úr náttúrunni:
Týndu ber, sveppi og annað í náttúrunni og frystu, þurrkaðu, sultaðu, eða gerðu saft. Eða nýttu uppskeruna á annan hátt.

Hér finnur þú sulturáð. og grein um berjatíð.
Uppskriftir af sultum, mauki og saft finnur þú hér.

Veiddu fisk þar sem það er leyfilegt, veiðikortið er hægt að fá niðurgreitt hjá mörgum stéttarfélögum.

Settu niður kartöflur á vorin og gróðursettu grænmeti, hægt að fá skika leigða í flestum sveitarfélögum fyrir lítinn pening ef þú hefur ekki aðgang að garði.
Kryddjurtir er hægt að rækta inni eða á svölum og bæði hægt að frysta og þurrka.
Sjá hér: Kryddjurtir.

Auktu við þekkingu þína:

Farðu á námskeið eða lestu þér til um hvernig má nýta mat betur, til dæmis betri nýtingu á kjöti, fisk og grænmeti.

Þú finnur upplýsingar um geymslu ávaxta og grænmetis hérna.

Niðurgreiddur matur:

Ef þú hefur möguleika á að borða frítt eða niðurgreiddan mat í mötuneyti, gerðu það.
Máltíð á veitingahúsi eða kaffihúsi 4 x á viku sem kostar 1500 kr telst frekar ódýrt en kostar þig 6000 krónur á viku og 312.000 krónur á ári.

Margt smátt gerir eitt stórt...

Litlar upphæðir verða fljótt stórar. 450 króna bolli af kaffi 5x í viku kostar þig 117.000 krónur á ári.
Skipuleggðu millibitann. Forðastu sælgæti, kartöfluflögur og slíkt. Veldu frekar ávexti og grænmeti og taktu með þér í vinnuna. Það er líka hollara.
Fylgdu innkaupalistanum, bara það að kaupa eitt súkkulaðistykki á 200 kr, 3x í viku kostar þig 31.200 krónur á ári.

 

Gangi þér vel ;-)

 Hér að neðan finnur þú síðan slóðir á ýmsar greinar, leiðbeiningar og ráð til að minnka matarsóun. 

 

JJ/2017

  • Wednesday, 22 nóvember 2017