Kvenfélagasambandið hefur rekið Leiðbeiningastöð heimilanna frá því í október 1963. Alla tíð síðan hefur markmiðið með rekstrinum verið að styðja við heimilin í landinu, fræða um hagkvæmt heimilishald og koma þannig í veg fyrir hverskyns sóun. Matarsóun er eitt þeirra verkefna sem Kvenfélagasambandið hefur tekið virkan þátt í. Meðal annars með þátttöku í vefnum www.matarsoun.is
Kvenfélagasambandið heldur áfram að láta sig matarsóun varða en nú viljum við beina sjónum líka að þeirri gífurlegu fatasóun sem á sér stað hér á landi sem annarssstaðar.