Ýmis ráð

Algeng vandamál í þvottavélum og ráðleggingar við lausn vandans

Sum þvottavélarvandamál er hægt að leysa mjög auðveldlega með því að nota einföld verkfæri eða jafnvel bara með því að herða slönguna, á meðan önnur vandamál gætu þurft vinnu fagmanns. Lengjum líftíma heimilistækjanna okkar, það er ekki alltaf ástæða til að kaupa nýtt.

Átta ráð til að nýta kartöflur

Það er hægt að nýta kartöflur í annað en til átu. Hér finnur þú nokkuð sniðug ráð. 

Blettahreinsun á sólarvörn

Það geta komið blettir eftir sólarvörnina í fötin okkar sem sérstaklega erfitt getur verið að fjarlægja.

Börnin með í eldhúsið á aðventunni

Aðventan er yndislegur tími til njóta með börnunum og barnabörnunum. Þau hafa gaman af því að eiga sinn þátt í undirbúningnum. Það er því um að gera að leyfa þeim að taka þátt í sem flestu. Margar fjölskyldur eiga sínar hefðir sem eru endurteknar fyrir hver jól og oft verða þessar hefðir að góðum minningum. Eitt af því sem flest börn hafa gaman af að gera fyrir jólin er að hjálpa til í eldhúsinu.

Við tókum til nokkur góð ráð og tvær uppskriftir sem ekki þarf að baka og henta sérstaklega vel fyrir börn og fullorðna. 

Efnafræði þrifanna - pH gildi hreinsiefna

Basískar lausnir eru betri í að ráðast gegn óhreinindum, fitu, prótínum og öðrum lífrænum efnum. Súrar lausnir vinna betur á kalki, ryði og öðrum steinefnum. Að þekkja pH gildi efnanna getur því verið gagnlegt.

Ekki nota edik á þessa fleti

Edik er til margra hluta nýtilegt á heimilinu. Við getum notað það til að hreinsa bletti, fríska upp á þvottinn og þvottavélina, pússa glugga ofrv. Það er ódýrt og algjörlega náttúrulegt.
En Edik er líka súrt þ.e. með mjög lágt PH gildi, sem þýðir að við getum ekki notað það hvar sem er. Við ættum því að sleppa því að nota edik á:

Endar maturinn í ruslinu hjá þér?

Hefur þú velt fyrir þér lesandi góður hversu mikið þú getur sparað með því að hætta að henda mat?

Er kaupviskan þín í lagi?

 Ef kaupviskan er í lagi eru meiri líkur á því að við högum innkaupum okkar skynsamlega fyrir okkur sjálf, umhverfið og jörðina alla.

Er táfýlan að kæfa þig?

Við þekkjum það öll, þegar skórnir fara að lykta ílla og táfýlan ætlar alveg að kæfa okkur.

En það er ýmislegt sem hægt er að gera til að losna við táfýluna úr skónum.

Fatasóun - hvað getur þú gert?

Kvenfélagasambandið hefur rekið Leiðbeiningastöð heimilanna frá því í október 1963.  Alla tíð síðan hefur markmiðið með rekstrinum verið að styðja við heimilin í landinu, fræða um hagkvæmt heimilishald og koma þannig í veg fyrir hverskyns sóun.  Matarsóun er eitt þeirra verkefna sem Kvenfélagasambandið hefur tekið virkan þátt í. Meðal annars með þátttöku í vefnum www.matarsoun.is

Kvenfélagasambandið heldur áfram að láta sig matarsóun varða en nú viljum við beina sjónum líka að þeirri gífurlegu fatasóun sem á sér stað hér á landi sem annarssstaðar.

Frysta tómata

Tómatar eru ein af fáum tegundum grænmetis sem hægt er að skella í frystinn án þess að blansera.

[12 3 4  >>