Geymsluaðferðir II

Það skiptir máli hvernig gengið er frá matvælum í frystingu. Upplagt er að nota sér tilboð verslana og setja í frystinn.

Kæli- og frystivara:


Góður frágangur er mikilvægur.
Þegar geyma á kjöt, fisk eða aðra matvöru, hvort sem er í kæli eða frysti, þarf að geyma það í lofttæmdum umbúðum.
Kjöt sem geymt er í plastpoka hefur einungis helming geymslutíma á við kjöt sem geymt er við lofttæmingu.
Merkja ætti matvöru í frysti með innihaldi og dagssetningu. Ganga þarf frá kæli- og frystivöru sem allra fyrst eftir innkaup.

Geymsla í kæliskáp, hitastig + 0-4°
Best er að geyma kjöt og fisk í lofttæmdum umbúðum á kaldasta stað ísskápsins. Kjöthakk og innmatur hafa takmarkað geymsluþol í kæli.
Kjöt í sneiðum og bitum sem er í lofttæmdum umbúðum má geyma í 4 - 5 sólarhringa í kæliskáp.
Heil kjötstykki t.d. hryggi og læri í lofttæmdum umbúðum má geyma í 5 - 6 sólarhringa.
 

Geymsla í frysti, hitastig -18°
Kjöt er misvel fallið til frystingar. Hér skiptir máli er hve mikil fita er í kjötinu, hve hratt það frýs og að umbúðir séu þéttar og sem mest lausar við loft.
Hentugast er að frysta í mátulegum einingum til heimilisnota.
Mikil fita styttir geymslutíma.
Frost stöðvar meyrnun í kjöti því er betra að láta það þiðna hægt í kæliskáp hafi það ekki verið fullmeyrnað áður enn það var sett í frysti.
Ráðlegt er að frysta kjöt í litlum einingum, lausfrysta fyrst og pakka síðan í stærri pakkningar. Við hraða frystingu varðveitast bragðefni og safi betur. Leggja má  plast eða smjörpappír á milli sneiða.
Saltað og reykt kjöt geymist verr en nýtt kjöt.
Gott er að geyma kjöt í dökkum umbúðum því ljós flýtir fyr
ir þránun fitu.

Til að tryggja að lambakjötið verði bragðmikið, meyrt og safaríkt er því pakkað inn í þéttar plastumbúðir og látið þiðna í kæliskáp.
Best er að þíða sneiðar í 2-3 sólarhringa og heil lambalæri og hryggi í þrjá til fimm sólahringa.
Frosin kalkúnn þarf 2-3 sólarhringa í kæliskáp til að þiðna.
 Ávallt skal hraða kælingu á fullelduðum mat, sem ekki á að neyta strax og sama gildir með afganga. Aldrei skal láta þá standa í stofuhita, heldur koma strax fyrir í kæliskáp. 

Dæmi um geymsluþol í frysti:

Kjöt, feitt: 3 - 6 mán.
Kjöt, magurt: 6 - 10 mán.
Kjöthakk, feitt: 2 - 3 mán.
Kjöt, magurt: 4 - 6 mán.
Slátur, soðið: 6 - 8 mán.
Slátur, ósoðið: 10 -12 mán.

Fuglakjöt: 6 - 10 mán.
Fiskur, magur: 3 - 6 mán.
Fiskur, feitur: 1 - 2 mán.
Skelfiskur: 2 - 3 mán

Graflax og reyktur lax geymist allt að einu ári í frysti ef hann er vel pakkaður inn, raðað þannig í frystinn að roðið snúi upp. Sumar tegundir af mat einkum fiskur þolir illa ljósið sem er í frystiskápum.

Grænmeti: 10 - 12 mán.
Ber: 10 - 12 mán.
Rjómaís: 3 - 6 mán.
Brauð og kökur: 4 - 6 mán.

Afgangar af elduðum mat: 2- 3 mán.

  • Friday, 26 október 2012