Ýmis ráð

Sparaðu stórar upphæðir í jólainnkaupum og minnkaðu matarsóun í leiðinni

Á Íslandi eru ekki neinar rannsóknir sem sýna hversu miklum mat er sóað sérstaklega í kringum jólin. Í Bretlandi var hins vegar gerð rannsókn af Unilever í tengslum við herferðina #ClearAPlate sem sýndi fram á að 4,2 milljón matarskömmtum hefði verið sóað í kringum jólahelgina árið 2014.

Leiðbeiningastöð heimilanna er umhugað um hagkvæmt heimilishald. Kvenfélagasamband Íslands sem á og rekur Leiðbeiningastöðina hefur sl. ár vakið athygli á matarsóun með öðrum samstarfsaðilum og er vefurinn www.matarsoun.is meðal annars afurð þess samstarfs

Sveppamyndun í heimilistækjum

Sveppamyndun t.d. í þvottavélum leynir sér ekki, það kemur vond lykt úr þvottinum og sveppurinn er sýnilegur með berum augum t.d. í sápuhólfinu. Þá er um að gera að hefjast handa og losa sig við þennan hvimleiða „gest“.

Þegar góða veislu gjöra skal

Þegar jólin nálgast aukast fyrirspurnir til Leiðbeiningastöðvarinnar varðandi bakstur og matseld. Hér höfum við því tekið saman nokkur góð ráð sem ávallt eiga vel við fyrir stórhátíðir og þegar mikið stendur til.

Þessa matvöru má frysta

AvacadoTil að koma í veg fyrir að maturinn lendi í ruslinu er ráð að frysta hann.  Avacadó, ferska tómata, ost, rjómaost, smjör, hvítlauk, chili og banana má frysta.

Þjáist þú af frjókorna ofnæmi?

Stundum eru ofnæmislyfin einfaldlega ekki nóg þegar frjókornamagn í loftinu er hvað mest.
Með því að nýta sér þessi ráð verður lífið kannski aðeins auðveldara.

Þrif á baðherbergisviftu

Betra inniloft.
Með því að halda viftunni á baðinu hreinni bætir þú inniloftið. Hrein vifta kemur í veg fyrir raka á baðherberginu. Það er því nauðsynlegt að þrífa viftuna einu sinni á ári. Ef það er ekki gert er hætta á myglu og sveppamyndun. Við mikinn raka getur sveppur og mygla farið að setjast í viftuna og á innréttingar og veggi.

Þrif á flísum

Fita og önnur óhreinindi vilja setjast á flísar í eldhúsi og á baði. 
Efni sem hægt er að nota til að fá flísarnar hreinar og fallegar eru t.d. matarsóda, lyftiduft, borðedik og sítrónusafa.

Þrif á tímum Covid-19

SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 gæti lifað á sumu yfirborði í allt að 24 klukkustundir og jafnvel lengur. Enn er þó verið að rannsaka þetta.  Það er því mikilvægt að að við sótthreinsum yfirborðsfleti á heimilum okkar reglulega.  Mælt er með að sótthreinsa sérstaklega snertifleti einsog hurðarhúna, ljósrofa, blöndunartæki, borð og eldhúsbekki, handrið, hurðarkarma og annað sem við komum við reglulega. Einnig síma, dyrasíma, lyklaborð og lyftuhnappa.

Leiðbeiningastöð heimilanna fór á stúfana til að finna bestu leiðina við þrif á þessum skrýtnu tímum.  

Þvo á 15, 40 eða 60 gráðum?

Hvort þú eigir að þvo með heitu eða köldu vatni fer eftir flíkinni, þvottaefninu sem þú notar og þvottavélinni þinni. Hér getur þú séð hvort þú ættir að þvo á 15, 30 eða 60 gráðum.

Að mörgu er að huga, við viljum þvottinn okkar hreinan og án baktería en við viljum heldur ekki menga umhverfið með hættulegum efnum né nota of mikla orku.

<<  1 2 3 [4