Þegar við hellum upp á kaffi tökum við bragðið og litinn úr kaffibaununum en skiljum næringuna og orkuna eftir í kaffikorgnum.
Það fer mikið af orku í að framleiða kaffibaunir. Við erum því ekki að nýta kaffibaunina til fullnustu þegar við hendum kaffikorginum. Til að nýta kaffibaunirnar sem best ættum við að endurnýta korginn.
Best er að byrja á því að safna honum saman og leggja svo á plötu í ofninn til að þurrka, það er nokkuð fljótgert í blástursofnum. Það er hellingur af næringu í kaffikorginum sem nýtist til dæmis í fyrir pottaplöntur innanhús og í garðinn úti. Kaffikorgur nýtist vel gegn sniglum og skordýrum sem sækja í plöntur, dreifðu kaffikorg yfir moldina og óværurnar halda sér í burtu. Jafnvel maurar halda sér í burtu. Ef kettir sækja í garðinn þinn gagnast vel að strá kaffikorg og appelsínuhýði í moldina til að halda þeim í burtu.
Kaffikorgur gagnast líka vel til að losna við ólykt af höndum ef við höfum til dæmis verið að skera lauk eða flaka fisk. Þá tökum við bara smá af kaffikorg og nuddum í hendurnar með eða án sápu, til að taka ólyktina.
Það er líka hægt að nýta kaffikorgin í lúxusdekur. Þá búum við til Skrúbb með kókosolíu, avokado olíu, hrásykri og kardemommum fyrir góða lykt.
Kaffikorgur gagnast líka vel til að fjarlægja vonda lykt úr ísskápnum eða frystinum. Korgurinn gagnast líka vel til að hreinsa loftið í gömlum fataskápum eða húsvögnum.
Kaffiskrúbbur:
2 dl kaffokorgur
1 dl hrásykur
0,5 dl avokado olía
1 dl kókos olía
1 tsk möluð kardimomma.
10 dropar af kardimommu ilmkjarnaolíu
- Bræðið kókosolíuna í vatnsbaði og bætið hinum innihaldsefnum við.
- Hellið i krukku sem þú hefur í eldhúsinu eða á baðherberginu.
Notið til að taka ólykt af höndum í eldhúsinu eða til að skrúbba allan líkamann einu sinni í viku. Næringarríkur skrúbbur án plastagna.
Þýtt og endursagt úr Martha 2018 - JJ