Þrif á baðherbergisviftu

Betra inniloft.
Með því að halda viftunni á baðinu hreinni bætir þú inniloftið. Hrein vifta kemur í veg fyrir raka á baðherberginu. Það er því nauðsynlegt að þrífa viftuna einu sinni á ári. Ef það er ekki gert er hætta á myglu og sveppamyndun. Við mikinn raka getur sveppur og mygla farið að setjast í viftuna og á innréttingar og veggi.

 

Rakastig hækkar reglulega inni á baðherbergjum og getur verið erfitt að halda þeim algjörlega myglufríum. Ef mygla kemur ítrekað í sturtuklefa eða annars staðar í baðherberginu þá getur aukin loftræsing (opnun glugga eða notkun viftu) og tíðari þrif verið nóg til að koma í veg fyrir að myglan nái að vaxa, eða a.m.k. halda myglunni í skefjum.


Athugaðu viftuna.
Einfalt ráð til að athuga hvort tími sé komin á að þrífa viftuna er að leggja salernispappír við viftuna. Ef pappírinn sogast að viftunni og helst þar. Þá virkar viftan vel. Ef ekki þá er komin tími á að þrífa.

Að hreinsa viftuna
Það eru til nokkrar mismunandi leiðir til að þrífa viftuna. Byrjið á að kíkja á leiðbeiningar frá framleiðanda. Ef það er bara smá ryk og óhreinindi getur verið nóg að nota ryksuguna og ryksuga létt yfir ristina og þar í kring.

Ef viftan þarf meiri hreinsun, er ristin tekin af og þvegið er með vatni og mildri sápu.
Fyrsta sem gert er, er að taka rafmagnið af viftunni. Vatn og rafmagn fer ekki vel saman. Þvegið er síðan með blautum klút innfyrir lofttúðuna og ristin tekin og þvegin í höndum eða með því að skella henni í uppþvottavélina. Munið að þurrka vel yfir með þurrum klút, og gæta þess að ristin sé alveg þurr áður en hún er fest á aftur.

Mygla eða sveppur í viftunni.
Ef þú sérð að mygla eða sveppur hefur myndast í viftunni er vatn og sápa ekki nóg. Þá er gott að þrífa vel yfir með Rodalon eða öðrum myglu/sveppaeyði. T.d. frá Mosey

 

Gangi þér vel.

 

 

JJ/2017

  • Wednesday, 23 ágúst 2017