Þvo á 15, 40 eða 60 gráðum?

Hvort þú eigir að þvo með heitu eða köldu vatni fer eftir flíkinni, þvottaefninu sem þú notar og þvottavélinni þinni. Hér getur þú séð hvort þú ættir að þvo á 15, 30 eða 60 gráðum.

Að mörgu er að huga, við viljum þvottinn okkar hreinan og án baktería en við viljum heldur ekki menga umhverfið með hættulegum efnum né nota of mikla orku.

 

Hitastig fer eftir þörfum.
Venjulega ætti að fylgja þvottaleiðbeiningum á flíkinni. En oft getum við notað minna hitastig og þannig notað minna rafmagn, ef flíkin er ekki það óhrein. 90% af orkunni sem þvottavélin notar fer í að hita upp vatnið


15-20°C: Bolir, skyrtur, buxur og annað sem þú þværð venjulega á 30 – 40°C sem ekki er smitað af bakteríum og ekki mjög óhreint.
30-40°C: Fer eftir hversu óhreinar flíkurnar eru, settu á 30°C ef þvotturinn er ekki blettóttur.
60°C: Rúmföt, handklæði, nærföt og flíkur sem geta verið smitaðar af bakteríum eða rykmaurum.
90°C: Viskastykki, þvottastykki, tuskur og flíkur sem hafa komist í snertingu við smitandi bakteríur einsog t.d. uppköst og niðurgang og það sem þú hefur notað til að þrífa salernið.


Umhverfisvænt: Lægra hitastig sparar orku.
Útskýring: Með því að þvo venjulegan litaðan þvott á 15°C eða 20°C, ertu umhverfisvænni því að þvottavélin þarf ekki að nota orku til að hita vatnið upp.
Athugaðu samt að:
• Þú gætir þurft að nota meira magn af þvottaefni en er gefið upp á pakkanum. Meira þvottaefni gerir hvern þvott því dýrari og hefur líka áhrif á umhverfið. Athugaði líka að það þarf oft ekki að nota nema helming af því magni sem er uppgefið á pakkanum. Þvottavélin þín ákvarðar hversu lágt hitastig þú getur notað. Sumir útbúa sitt eigið þvottaefni og þá veistu nákvæmlega hvað er í því þvottaefni sem þú notar. Til eru margar uppskriftir af slíku en einfaldasta uppskriftin er matarsódi og nokkrir dropar af ilmkjarnaolíu. Tea tree olía er t.d. bakteríudrepandi.


Þvottaefni fyrir kaldan þvott
Þvottaefni fyrir kaldan þvott innheldur ensím sem leysir upp fitu og óhreinindi við lægra hitastig. Þú getur því ekki notað venjulegt þvottaefni þegar þú þværð á 15°C- 20°C
Athugaðu samt að:
• Bakteríur drepast ekki ef notað er kalt vatn. Alveg sama hvaða þvottaefni þú notar.
• Flíkur sem þú þværð venjulega á 30 eða 40 gráðum getur þú vel þvegið á 15-20 gráðum ef þú notar rétt þvottaefni, þú þarft sama þvottatíma og sama magn af vatni.
• Ef þú þværð oft á lægra hitastigi og notar þvottaefni með ensímum, er mikilvægt að keyra vélina tóma á minnst 80°C til að fjarlægja bakterívöxt í vélinni og þar með fyrirbyggja vonda lykt í vélinni og af þvottinum þínum.

Svona drepur þú rykmaura og bakteríur
Hitastig: 60°C, stundum yfir 80°C
Útskýring: Bakteríur og rykmaurar hverfa ekki fyrr en þær eru dauðar. Sumar deyr við 60°C en aðrar harðgerar bakteríur drepast ekki fyrr en við yfir 80°C.
Fylgdu þessum ráðum til að ná að drepa allar bakteríur ef þær eru til staðar.
Undirföt, lín, handklæði, viskustykki, tuskur og annað slíkt ætti að þvo við 60°C.
Ef það eru blettir af blóði, hægðum, niðurgangi, uppköst eða þvag ætti alltaf að þvo við minnst 80°C
Ef einhver á heimilinu er með lús, kláðamaur, smitsjúkdóm eða bakteríu, vírus eða sveppi ætti að þvo þvottinn á 60°C til að forðast smit til annarra fjölskyldumeðlima. Ef þú ert veik/ur ættir þú því að vera í fötum sem má þvo við 60°C .

Athugaðu að:
Bakteríur geta fengið flíkur og þvottavélina til að lykta ílla. Þú ættir þvi að skella vélinni tómri á suðuprógramm yfir 80°. Ef lyktin er viðvarandi getur verið að það sé sveppur í vélinni, þá skaltu fylgja þessum ráðum hér:

  • Tuesday, 07 febrúar 2017