Sumarið er tími ferskra kryddjurta og gaman að geta nota heimaræktað krydd í matseldina. Það er ekki ýkja flókið mál að rækta slíkar jurtir sjálfur, kostar að vísu smá natni og ummönnun, en sú vinna skilar sér margfalt til baka.
Þurrkað krydd er gott, en ferkst er enn betra. Kryddjurtir eru hollar og margar þeirra taldar hafa lækningamátt, svo að þær gefa okkur ekki einungis gott bragð í matinn, heldur hollustu og heilbrigði að auki. Svo ilma þær alveg dásamlega.