Ýmis ráð

Kryddjurtir

BasilíkaSumarið er tími ferskra kryddjurta og gaman að geta nota heimaræktað krydd í matseldina. Það er ekki ýkja flókið mál að rækta slíkar jurtir sjálfur, kostar að vísu smá natni og ummönnun, en sú vinna skilar sér margfalt til baka. 

Þurrkað krydd er gott, en ferkst er enn betra. Kryddjurtir eru hollar og margar þeirra taldar hafa lækningamátt, svo að þær gefa okkur ekki einungis gott bragð í matinn, heldur hollustu og heilbrigði að auki. Svo ilma þær alveg dásamlega.

Lykt í ísskáp

Notið heimagerðan lyktareyði til að halda góðri lykt í ísskápnum og til að draga í sig vonda lykt. Áður en matur sem er farin að skemmast og fer að fylla ísskápinn af vondri lykt er tími til að ganga í málið.
Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum.

Matarafgangar

Samkvæmt danskri könnun endar 1/3 hluti af því sem þarlendir versla af matvöru til heimilisins, í ruslatunnunni. Það má leiða getum að því að við séum ekki eftirbátar Dana í þessum efnum.

 Hér eru nokkrar tillögur:

 

Matarboð á hátíðunum - engin matarsóun

Mikilvægt er að missa sig ekki í búðinni þegar verslað er fyrir stórhátíðir og miða við rétt magn á fjölda gesta til að forðast matarsóun. Skipulagning hjálpar okkur við innkaupin. 

Mygla í matvælum, henda eða nota?

Hversu oft lendum við ekki í því að kaupa poka af t.d. gulrótum og nokkrar gulrætur eru slímugar eða myglaðar. Við stöndum þá frammi fyrir því hvort við eigum að henda öllum pokanum eða sortera þær slæmu frá. Algengasta svarið er að henda öllum pokanum.

En svarið er ekki svo einfalt. Það skiptir nefnilega máli um hvaða mat er að ræða.  

Ráðleggingar við val á uppþvottavélum

Hvaða þvottakerfi og eiginleika skal hafa í huga?

Ráðleggingar við val á þurrkurum

Hvað ætti að skoða þegar verið er að velja þurrkara?

Ráðleggingar við val á þvottavélum

Það er afar erfitt að sjá muninn á þvottavél sem þvær þvottinn þinn vel og endist lengi og þvottavél sem er algjör hörmung og skilar ekki hreinum þvotti.  Það borgar sig því vel að skoða hvað er í boði og hvaða umsagnir þvottavélin sem þú ert að spá í fær í hlutlausum gæðakönnunum. Ákveðin merki sem kosta sitt reynast oftast vel. Þú borgar fyrir gæðin, en það þarf samt ekki að vera algilt, mörg ódýrari merki geta vel verið eins góð og því betra að vinna heimavinnuna sína. Eins getur mikill sparnaður verið fólginn í tilboðum og því vert að fylgjast með þegar þau bjóðast. 

Hér eru leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar fjárfest er í þvottavél.

<<  1 2 [34  >>