Hin árlega evrópska Nýtnivika fer fram dagana 17. – 25. nóvember og þemað 2018 er Spilliefni – Tími fyrir afeitrun!
Um Nýtnivikuna: Vikan er samevrópskt átak og er markmið hennar að draga úr myndun úrgangs og hvetja fólk til að nýta hluti betur og kaupa minna. Neysla og sóun eru eitt af þessum stóru verkefnum sem við þurfum að takast á við til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum.