Þrif á flísum

Fita og önnur óhreinindi vilja setjast á flísar í eldhúsi og á baði. 
Efni sem hægt er að nota til að fá flísarnar hreinar og fallegar eru t.d. matarsóda, lyftiduft, borðedik og sítrónusafa.

Dæmi:

  1. Strá matarsóda á svamp og nudda yfir óhreinindin. Þvo af með vatni.
  2. Hræra saman í þykka blöndu ediki og lyfitdufti eða matarsóda og sítrónusafa. Þessu er nuddað á flísarnar og látið bíða í 3-4 klst og þvegið síðan af með volgu vatni og góðum klút.
  3. Sítrónusafi einn og sér getur verið ágætur. Þá er sítróna skorin í tvennt og sárinu nuddað yfir óhreinindin, látið liggja smástund og þvegið af.
  • Monday, 14 nóvember 2016