Það er vit í að velja Íslenskt. Það er atvinnuskapandi auk þess að vera gjaldeyrissparandi. Landið okkar er matarkista, það er ekki lítils virði að eiga landbúnaðinn, gjöful fiskimið, vatns- og jarðhitaorku og ylræktina. Styðjum við undirstöðuatvinnugreinarnar með því að velja íslenskt og spörum þannig gjaldeyri. Tökum höndum saman á versnandi tímum og látum okkur varða um hvort annað.
Verum jákvæð og hvetjandi, en það er einmitt undirtitill tímaritsins Húsfreyjunnar og á einkar vel við í dag.