Hreinsun kopar- og messing muna:
Á þessa málma má nota fægilög. Hristið vel upp í brúsanum og berið hann á málmmunina með mjúkum klút. Nuddið fast og vel á eftir með hreinum klút. Sé hluturinn munstraður, þarf jafnvel að nota mjúkan bursta til að ná fægileginum vel upp úr öllum raufum. Þessir hlutir eru sjaldan notaðir sem matarílát, svo ap ekki þarf að þvo þá. Einnig er að hægt búa til hreinsilög á þessa málma og hér er uppskrift af einum.
Hreinsilögur á kopar og messing:
1 tsk sítrónusýra
1 tsk uppþvottalögur
1/2 l. sjóðandi vatn
Burstið kopar og messing upp úr þessum legi, skolið vel á eftir og pússið með þurrum klút eða dagblöðum.
Hlutir úr nikkkelblöndu verður að þvo með sápu og heitu vatni, þeir þola ekki hreinsilög.
Hreinsun tins:
Þvoið nýja tinhluti úr volgu sápuvatni, skolið og þurrkið vel á eftir. Gamalt tin sem farið er að falla á má hreinsa með mulinni krít og spritti. Gerið graut úr krít og spritti, berið hann á tinið, látið þorna og þurrkið þá af. Notið þessa aðferð aðeins á slétta tinmuni.