Gæludýrahald

 

katoghund2.jpgAð taka gæludýr á heimilið er framtíðarákvörðun, sem aldrei skyldi tekin í fljótheitum. Henni fylgir mikil ábyrgð og því nauðsynlegt að íhuga málið vandlega og gera sér grein fyrir því hvað dýrahaldi á heimilinu fylgir.   Hver kannast ekki við að börnin á heimilinu biðji um að fá hund, kött eða eitthvað annað gæludýr?
Séu foreldrar hlynntir slíkri fjölgun í fjölskyldunni, þurfa allir meðlimir hennar að setjast á rökstóla og fara vel yfir hvað slík viðbót við fjölskylduna kallar á.


Spurning eins og hvaða dýrategund er efst á óskalistanum, hundur köttur, hamstur, fugl eða fiskar? Hvaða tegund viljum við helst t.d. ef um hund eða kött er að ræða. Þar er um margt að velja og hinar ýmsu tegundir hafa mismunandi þarfir hvað varðar umönnun.
Því er brýnt að skoða hvað hentar fjölskyldunni best. Alltaf skal hafa í huga að um langtíma skuldbindingu er að ræða.

Kostnaður við dýrahald er þó nokkur. Hunda og ketti þarf að láta skrá , merkja og taka úr sambandi. Fóðurkostnaður er nokkur og eiga þarf flutningsbúr, matardalla, sandkassa, og aðrar nauðsynjar.
Sömuleiðis kostnaður við lyf- og læknishjálp getur verið umtalsverður, t.d. við bólusetningar, ormahreinsanir og tilfallandi veikindi og ef dýrin verða fyrir slysum og þá gæti verið gott að hafa gæludýratryggingu.

Það vakna margar spurningar þegar umræðan um gæludýr fer af stað s.s.:
Höfum við tíma og aðstöðu til að sinna dýrinu?
Eru allir fjölskyldumeðlimir tilbúnir að leggja sitt af mörkum við gæludýrahaldið eða mun vinnan við að það bitna mest á einum fjölskyldumeðlimi?
Mun dýrið vera eitt heima megnið af deginum?Hvað þegar fjölskyldan fer í frí?
Hvernig dýr kemur helst til greina og hvernig útvegum við okkur það?

Brýnum fyrir börnum að dýr eru EKKI leikföng, heldur lifandi verur sem finna til og þarfnast hlýju og öryggis.

Það er engin hörgull á gæludýrum sem þafnast heimilis og góðra eigenda.
Allt of margir kettir lenda á vergangi vegna vanrækslu eigenda og það búa heldur ekki allir hundar við öryggi og gott aðhald, því miður.
Aldrei má skilja gæludýr eftir eftirlits- og umhirðulaus þegar heimilisfólk fer t.d. í frí.
Fyrir utan allt þetta benda rannsóknir til að það að halda gæludýr á heimili sé gott fyrir heilsuna.


Munum að það eru lög í landinu til verndar gæludýrum.
Lög um gæludýrahald: www.althingi.is/lagas/nuna/1994015

Upplýsingar um dýr sem vantar heimili er að fá hjá Dýrahjálp Íslands: www.dyrahjalp.is

Hjá Kattavinafélagi Íslands, sem rekur athvarfið Kattholt: www.kattholt.is

Hunda- og kattaræktendur eru fjölmargir og hægt að fá upplýsingar um þá t.d. Hundaræktarfélgi Íslands: www.hrfi.is
og Kattaræktarfélaginu: www.kynjakettir.is

Margar gæludýraverslanir er að finna, sem selja t.d. kanínur, fugla og fiska.

Tímaritið Húsfreyjan 3. tbl.´09

 

  • Friday, 26 október 2012

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is