Einfaldar aðferðir við að hreinsa gull- og silfurskartgripi.
Gull
Þá er blandað 1 msk af uppþvottalegi saman við 2 dl af soðnu köldu vatni í litla glerskál.
Skartgripirnir sem hreinsa á eru settir út í og látnir liggja í 1/2 til 1 klst.
Óhreinindin beinlínis leysast upp út í vatnið og það verður frekar gruggugt.
Ágætt að bursta þá með mjúkum bursta. Þegar nóg er að gert er hvolft úr skálinni í sigti og skolað yfir með köldu vatni.
Handklæði lagt á borð og skartgripirnir lagðir á það og síðan fægðir með mjúkum klút.
Gullhringar með steinum verða einkar fallegir eftir þessa meðferð og glampa og glitra sem aldrei fyrr.
Silfur
Fægilögur:
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
2 1/2 dl kalt vatn
Vatnið hitað og þurrefnum hrært út í.
Látið rjúka og skratgripirnir settir í lögunina. Látið liggja um stund.
Teknir upp úr og fægðir með mjúkum klút.
Athugið að sódalöginn og aðra sjálffægjandi vökva má yfirleitt ekki nota á oxideraða muni og heldur ekki á silfur sem er skreytt með dökkum skuggum í munstri. þessar aðferðir skemma oxideringuna og nema burt dökka skugga. Þyki silfrið ekki gljá nógu mikið eftir slíka fægingu má pússa það með sjálffægjandi klút. Fægiefni sem hreinsa burt súlfídhimnuna slíta silfrið örlítið í hvert sinn sem það er notað.
Athugið að öll matarílát og áhöld verður að þvo eftir fægingu.
Hreinsun kopar- og messing muna:
Á þessa málma má nota fægilög. Hristið vel upp í brúsanum og berið hann á málmmunina með mjúkum klút. Nuddið fast og vel á eftir með hreinum klút. Sé hluturinn munstraður, þarf jafnvel að nota mjúkan bursta til að ná fægileginum vel upp úr öllum raufum. Þessir hlutir eru sjaldan notaðir sem matarílát, svo ap ekki þarf að þvo þá. Einnig er að hægt búa til hreinsilög á þessa málma og hér er uppskrift af einum.
Hreinsilögur á kopar og messing:
1 tsk sítrónusýra
1 tsk uppþvottalögur
1/2 l. sjóðandi vatn
Burstið kopar og messing upp úr þessum legi, skolið vel á eftir og pússið með þurrum klút eða dagblöðum.
Hlutir úr nikkkelblöndu verður að þvo með sápu og heitu vatni, þeir þola ekki hreinsilög.
Hreinsun tins:
Þvoið nýja tinhluti úr volgu sápuvatni, skolið og þurrkið vel á eftir. Gamalt tin sem farið er að falla á má hreinsa með mulinni krít og spritti. Gerið graut úr krít og spritti, berið hann á tinið, látið þorna og þurrkið þá af. Notið þessa aðferð aðeins á slétta tinmuni.