Hreinsun á uppþvottavélinni

Ef uppþvottavélin er ekki hreinsuð reglulega og yfirfarin geta óhreinindi og bakteríur því safnast í síum og niðurfalli uppþvottavélarinnar.

Svona hreinsum við uppþvottavélina

Þegar skítugir diskar, skálar og hnífapör eru sett í uppþvottavélina er ekki alltaf öruggt að óhreinindin endi í niðurfallinu.  Athugið að í flestum uppþvottavélum í dag eru skynjarar sem skynja óhreindin á því sem er sett í vélina og stilla þannig þvottakerfið sem hagstæðast af. Það er því alls ekki nauðsynlegt að skola allt af leirtauinu áður en það er sett í vélina. Jafnvel er mælt með að gera það ekki til að trufla ekki skynjarana.

Það eru helst stærri bitar sem leysast ekki upp sem þarf að þrífa úr síunum og niðurfallinu.

  1. Taktu síuna úr og hreinsaðu vel með bursta, uppþvottalegi og vatni.
  2. Ef óhreinindin eru mjög föst í vélinni er hægt að nota brúnsápu eða Rodalon. Settu Rodalon eða brúnsápu í sápuhólfið. Settu hana svo í gang í allt að þrjú skipti á 60°. Settu svo vélina aftur í gang alveg tóma án nokkurar sápu til að skola hana vel.

Alltaf skal gæta þess að í vélinni sé bæði þvottaduft og gljái svo að vélin þvoi sem best. Erlendis þar sem vatn er mjög hart er líka sett salt i vélarnar. Veldu kerfi sem lýkur þvottinum með þurrkun á háum hita. Hái hitinn er bakteríudrepandi.

Einhverjir hafa verið að mæla með að setja edik í uppþvottavélar og þvottavélar, en ekki er mælt með því að gera það reglulega, því edikið er sagt hafa ætandi áhrif á gúmmíið í vélunum. Einstaka sinnum ætti þó ekki að hafa veruleg áhrif.

Er grunur um mygluvöxt í uppþvottavélinni eða komin vond lykt?  Skoðaðu hér.

 

 

 

  • Wednesday, 15 nóvember 2017