Heimilistæki

Það skiptir máli að undirbúa vandlega kaup á tækjum til heimilins. Hafa þarf í huga hver er þörfin og hvaða væntingar eru gerðar til tækjanna. Það er fjárfesting að kaupa heimilistæki og því er um að gera að skoða og meta hvað er í boði, bera saman verð og eiginleika tækjanna.  Skoðið stillingar, öryggi, hraða, kerfi og ábyrgð söluaðila.  Einnig er mikilvægt að kanna vel hvort viðgerðarþjóunsta er í boði hjá söluaðila.  Margir söluaðilar selja viðbótartryggingu á völdum heimilistækjum sem ná lengra en lögbundnir ábyrgðarskilmálar og /eða gilda lengur en sú ábyrgð sem fylgir tækinu. 

Leiðbeiningastöðin hefur aðgang að gæðakönnunum og gefum við upplýsingar úr þeim með fyrirspurnum í tölvupósti.
Kannanirnar berast okkur nokkuð reglulega frá eftirtöldum aðilum:

Tænk, sem gefið er út af dönsku neytendasamtökunum, Forbrugerrådet.
www.taenk.dk

test, er tímarit þýskra neytendasamtaka.
www.test.de

Wich? er gefið út af breskum neytendasamtökum.
www.which.co.uk

Velkomið er að hringja í síma 552 1135 eða senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og leita upplýsinga ef þið eruð að huga að kaupum á heimilistækjum.

Hér að neðan er einnig að finna tengla á smá yfirlit um það sem gott er að hafa í huga þegar versluð eru ný heimilistæki. 

Algeng vandamál í þvottavélum og ráðleggingar við lausn vandans

Sum þvottavélarvandamál er hægt að leysa mjög auðveldlega með því að nota einföld verkfæri eða jafnvel bara með því að herða slönguna, á meðan önnur vandamál gætu þurft vinnu fagmanns. Lengjum líftíma heimilistækjanna okkar, það er ekki alltaf ástæða til að kaupa nýtt.

Hreinsun á uppþvottavélinni

Ef uppþvottavélin er ekki hreinsuð reglulega og yfirfarin geta óhreinindi og bakteríur því safnast í síum og niðurfalli uppþvottavélarinnar.

Hægeldunar pottar

Hægeldunarpottar

Hægeldunarpottar eru sniðugt tæki í eldhúsið og oft er hægt að fá þá á mjög góðu verði. Þeir bjóða upp á heilsusamlega eldamennsku og eldun í þeim krefst lágmarks fyrirhafnar.

Lykt í ísskáp

Notið heimagerðan lyktareyði til að halda góðri lykt í ísskápnum og til að draga í sig vonda lykt. Áður en matur sem er farin að skemmast og fer að fylla ísskápinn af vondri lykt er tími til að ganga í málið.
Hér eru nokkur atriði sem þú getur notað til að ráðast gegn og forðast vonda lykt í ísskápnum.

Ráðleggingar við val á frystitækjum

Leiðbeiningastöð heimilanna hefur aðgang að gæðakönnunum sem neytendasamtök í Bretlandi, Danmörku og Svíþjóð standa fyrir. Á haustmánuðum aukast fyrirspurnir um frystiskápa og frystikistur, við höfum því tekið saman hvað gott er að hafa í huga þegar frystitæki eru valin og notuð.

Ráðleggingar við val á uppþvottavélum

Hvaða þvottakerfi og eiginleika skal hafa í huga?

Ráðleggingar við val á þurrkurum

Hvað ætti að skoða þegar verið er að velja þurrkara?

Ráðleggingar við val á þvottavélum

Það er afar erfitt að sjá muninn á þvottavél sem þvær þvottinn þinn vel og endist lengi og þvottavél sem er algjör hörmung og skilar ekki hreinum þvotti.  Það borgar sig því vel að skoða hvað er í boði og hvaða umsagnir þvottavélin sem þú ert að spá í fær í hlutlausum gæðakönnunum. Ákveðin merki sem kosta sitt reynast oftast vel. Þú borgar fyrir gæðin, en það þarf samt ekki að vera algilt, mörg ódýrari merki geta vel verið eins góð og því betra að vinna heimavinnuna sína. Eins getur mikill sparnaður verið fólginn í tilboðum og því vert að fylgjast með þegar þau bjóðast. 

Hér eru leiðbeiningar um hvað er gott að hafa í huga þegar fjárfest er í þvottavél.

Sveppamyndun í heimilistækjum

Sveppamyndun t.d. í þvottavélum leynir sér ekki, það kemur vond lykt úr þvottinum og sveppurinn er sýnilegur með berum augum t.d. í sápuhólfinu. Þá er um að gera að hefjast handa og losa sig við þennan hvimleiða „gest“.

Þrif á baðherbergisviftu

Betra inniloft.
Með því að halda viftunni á baðinu hreinni bætir þú inniloftið. Hrein vifta kemur í veg fyrir raka á baðherberginu. Það er því nauðsynlegt að þrífa viftuna einu sinni á ári. Ef það er ekki gert er hætta á myglu og sveppamyndun. Við mikinn raka getur sveppur og mygla farið að setjast í viftuna og á innréttingar og veggi.

Þrif á ísskáp

Reglulega eða allavega á tveggja mánaða fresti þarf að þrífa ísskápinn allan að innan og utan. Þrífa þarf hillur og henda þarf út mat sem hefur gleymst og skemmst. Þetta er ekki endilega það skemmtilegasta sem við gerum í eldhúsinu en með því að fylgja eftirfarandi ráðum, verður þetta leikur einn. 

Þvo á 15, 40 eða 60 gráðum?

Hvort þú eigir að þvo með heitu eða köldu vatni fer eftir flíkinni, þvottaefninu sem þú notar og þvottavélinni þinni. Hér getur þú séð hvort þú ættir að þvo á 15, 30 eða 60 gráðum.

Að mörgu er að huga, við viljum þvottinn okkar hreinan og án baktería en við viljum heldur ekki menga umhverfið með hættulegum efnum né nota of mikla orku.