Það skiptir máli að undirbúa vandlega kaup á tækjum til heimilins. Hafa þarf í huga hver er þörfin og hvaða væntingar eru gerðar til tækjanna. Það er fjárfesting að kaupa heimilistæki og því er um að gera að skoða og meta hvað er í boði, bera saman verð og eiginleika tækjanna. Skoðið stillingar, öryggi, hraða, kerfi og ábyrgð söluaðila. Einnig er mikilvægt að kanna vel hvort viðgerðarþjóunsta er í boði hjá söluaðila. Margir söluaðilar selja viðbótartryggingu á völdum heimilistækjum sem ná lengra en lögbundnir ábyrgðarskilmálar og /eða gilda lengur en sú ábyrgð sem fylgir tækinu.
Leiðbeiningastöðin hefur aðgang að gæðakönnunum og gefum við upplýsingar úr þeim með fyrirspurnum í tölvupósti.
Kannanirnar berast okkur nokkuð reglulega frá eftirtöldum aðilum:
Tænk, sem gefið er út af dönsku neytendasamtökunum, Forbrugerrådet.
www.taenk.dk
test, er tímarit þýskra neytendasamtaka.
www.test.de
Wich? er gefið út af breskum neytendasamtökum.
www.which.co.uk
Velkomið er að hringja í síma 552 1135 eða senda okkur tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og leita upplýsinga ef þið eruð að huga að kaupum á heimilistækjum.
Hér að neðan er einnig að finna tengla á smá yfirlit um það sem gott er að hafa í huga þegar versluð eru ný heimilistæki.