SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 gæti lifað á sumu yfirborði í allt að 24 klukkustundir og jafnvel lengur. Enn er þó verið að rannsaka þetta. Það er því mikilvægt að að við sótthreinsum yfirborðsfleti á heimilum okkar reglulega. Mælt er með að sótthreinsa sérstaklega snertifleti einsog hurðarhúna, ljósrofa, blöndunartæki, borð og eldhúsbekki, handrið, hurðarkarma og annað sem við komum við reglulega. Einnig síma, dyrasíma, lyklaborð og lyftuhnappa.
Leiðbeiningastöð heimilanna fór á stúfana til að finna bestu leiðina við þrif á þessum skrýtnu tímum.