Þrif í eldhúsi

Þegar þrífa á tækin í eldhúsinu skiptir máli að ganga skipulega í verkið. Það eykur endingartíma tækjanna að þrífa þau reglulega, auk þess sem mun skemmtilegra er að vinna í hreinu og snyrtilegu eldhúsi.

Kælitæki:
Best er að byrja á því að henda öllum gömlum afgöngum, skemmdu grænmeti og því sem komið er fram yfir síðasta neysludag.

Sama er með frystikistur og skápa, henda þarf því sem lent hefur neðst og er lítt girnilegt í matseld eða í annað.

Ekki nota sterk hreinsiefni, matarsódi út í volgt vatn er ágætiskostur til að þvo að innan í kæli- og frystiskápa.

Þegar frystiskápar og frystikistur eru afþíddir er gott að setja gamalt handklæði í botninn eða annað sem dregur í sig mikinn raka.

Setja skál eða fat með heitu vatni neðst í frystikistuna eða skápinn, það flýtir fyrir afþíðingu.

Hægt er að nota hárblásara til að flýta fyrir, gæta þarf að því að blása aðeins á málmfleti.

Ef þrálát lykt er úr kæliskáp getur sítrónuvatn í skál leyst vandan.

Ef notað er sápuvatn til að þrífa kæliskáp, verður að skola vel og þurrka á eftir. Sápan getur skilið eftir sig lykt sem sest í matvæli.

Efnið Rodalon (fæst í apótekum) sótthreinsar og eyðir vondri lykt. Munið að fara eftir leiðbeiningum með notkun. Ediks- eða sítrónublandað vatn í skál, sem látin standa í kæliskáp, eyðir líka vondri lykt.

Bökunarofn:
Það eru til ýmiskonar efni sem ætluð eru til þrifa á ofnum, en viðjum við frekar nota umhverfisvænni efni er kristalssápa og góður uppþvottaalögur góður kostur.

Venjulegur ofn:
Kristalssápa: Bera skal sápuna innan í kaldan ofnin. Stilla hann á 90° hia og láta hann hitna í a.m.k. 1/2 klst. eða þangað til sjóða fer í sápunni. Þá er slökkt og ofnin látinn kóna að mest. Þvegið vandlega af með bómullarklút og heitu vatni. Þurrka sðian vel. Sápuna má líka bera á að kvöldi og láta standa yfir nótt. Þrífa þá með vatni og þurrka. Verði eitthver óhreinindi eftir má nota glersköfu á þau.

Sjálfhreinsandi ofn:
Ekki má nota nein efni á hliðar og loft í ofninum en botninn má þrífa á sama hátt og venjulega ofna.

Bökunarplötur og gler í ofnhurðum:
Best er að nota uppþvottalög eða kristalssápu. Nota má rakan klút, vættan með uppþvottalegi og leggja hann inn á glerið og láta standa yfir nótt. Þrífa vel með heitu vatni og þurrka. Þessi aðferð
leysir vel upp óhreinindi.

Eldavélarhellur:

Keramik:
Það fást mjög góð efni til að þrífa með keramik og spanhellur. Farið eftir leiðbeiningum. Oft nægir að útbúa góða blöndu af heitu vatni og uppþottalegi og bleyta í hellunni og þvo vel. Ef um hörð óheinindi er að ræða má nota glersköfu efir að bleytt hefur verið upp í óhreinindum.

Vel heitt vatn og lyftiduft eða matarsódi virka vel til að þrífa gas- og venjulegar eldavélahellur. Einnig henta svampar þar sem önnur hliðin er gróf og stíf, mjög vel.

Eldhúsvaskar:
Best er að nota lyfitduft og uppþvottabursta og nudda vaskinn vel að innan. Láta standa í nokkrar mínútur og nudda vel og skola. Ef vaskurinn er dökkur má nudda hann með skorinni sítrónu og strax vel.

  • Friday, 26 október 2012