Þrif á tímum Covid-19

SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 gæti lifað á sumu yfirborði í allt að 24 klukkustundir og jafnvel lengur. Enn er þó verið að rannsaka þetta.  Það er því mikilvægt að að við sótthreinsum yfirborðsfleti á heimilum okkar reglulega.  Mælt er með að sótthreinsa sérstaklega snertifleti einsog hurðarhúna, ljósrofa, blöndunartæki, borð og eldhúsbekki, handrið, hurðarkarma og annað sem við komum við reglulega. Einnig síma, dyrasíma, lyklaborð og lyftuhnappa.

Leiðbeiningastöð heimilanna fór á stúfana til að finna bestu leiðina við þrif á þessum skrýtnu tímum.  

cleanliness 2799475 1280 Vegna þess hversu nýlegur SARS-CoV-2 vírusinn sem veldur COVID-19 er, þá eru ekki til margar vísindarannsóknir sem hafa skoðað hvaða hreinsiefni eru best.  

Siobain Duffy, dósent í vistfræði við Rutgers Háskóla og sérfræðingur í nýjum vírusum og örveruþróun segir að vísindamenn geri ráð fyrir að það sem vinnur gegn öðrum kórónavírusum ætti að geta unnið gegn þessum.

Sérfræðingar segja að klór, sótthreinsispritt og Vetnisperoxíð sé best til að drepa sýkla.

Ekki er mælt með Edik og öðrum náttúrulegum vörum. 

Fylgið ávallt leiðbeiningum sem fylgja með sótthreinsiefnum.  En mikilvægt er að fylgja þeirri almennu regla að það ætti ekki að þurrka hreinsilausnina strax af um leið og henni hefur verið spreyjað eða á yfirborð. Láttu það sitja þar nógu lengi til að drepa vírusa áður en þurrkað upp. Misjafnt lengi eftir því um hvaða sótthreinsiefni ræðir.

Alltaf ætti að þrífa fleti sem eru sýnilega óhreinir fyrst með sápu og vatni áður en flötur er sótthreinsaður.

Munið!  Aldrei blanda saman hreinsiefnum, það geta myndast hættulegar og eitraðar lofttegundir sem skaðlegt er að anda að sér.

Hvernig er þrifið með klór?

Klór er ekki hreinsiefni, klór er sótthreinsiefni og ætti að nýta til að drepa sýkla og örverur, ekki til að fjarlægja óhreinindi.

Klór er hægt að þynna með köldu vatni og búa þannig til áhrifaríkan sótthreinsi sem virkar á bakteríur, myglu og marga vírusa þar á meðal korónavírusa.  Miða má við að blanda ¼ bolla af klór í hverja 4 lítra af vatni. (fylgið þó alltaf leiðbeiningum sem fylgja vörunni). Alltaf ætti að nýta klór sem hefur verið blandaður á innan við sólarhring.

Plastleikföng og annað með alveg slétt yfirborð ætti að fá að liggja í klórblöndu í allavega 30 sekúndur.  Annað yfirborð á heimilum sem ekki skemmist við klórinn ætti að liggja í klór allt að 10 mínútur áður en klórblandan er þurrkuð upp.

Klór er mjög ætandi og nauðsynlegt er að lofta vel út þegar klór er notaður. Klór er ekki hægt að nota hvar sem er og getur t.d. á andartaki gert göt á fatnað. Aldrei ætti að blanda klór saman við önnur hreinsiefni.

ALDREI ætti að nota klór á húðina.

Hvað með spritt?

Spritt/alkóhól kemur í mörgum gerðum og  er áhrifaríkt til að drepa marga sýkla.

Þú getur þynnt spritt með vatni (eða aloe vera til að gera handhreinsiefni) en vertu viss um að halda styrknum um 70% til að drepa kórónaveirur. Mörg handhreinsiefni hafa styrkleika um það bil 60%- 80% og eru áhrifarík gegn kórónuveirum.

Lausnir með 70% styrk ættu að liggja á yfirborðsflötum í 30 sekúndur (þ.m.t. farsímar - en athugaðu leiðbeiningar framleiðanda símans til að ganga úr skugga um að þú ógildir ekki ábyrgðina) til að tryggja að þeir drepi vírusa. Hreint (100%) alkóhól gufar upp of hratt í þessum tilgangi.

Rannsóknir hafa sýnt að Edik, Tea tree olía og aðrar náttúrulegar vörur nýtast ekki  gegn kórónaveirum.

Gangi ykkur vel og farið vel með ykkur.

 

 Fylgist vel með nýjustu upplýsingum á síðunni www.covid.is

 

 

Heimild: https://www.weforum.org/agenda/2020/03/clean-kill-coronavirus-covid19-safety-health

  • Wednesday, 25 mars 2020