Eru fallegu glösin þín orðin skýjuð og mött?
Þetta er algengt vandamál þegar glös og annað gler er þvegið endurtekið í uppþvottavél.
Við endurtekin þvott í uppvottavélinni myndast litlar rispur á glerinu og í rispurnar safnast kalk og önnur efni sem síðan fara að mynda ský á glösunum.
Ef rispurnar eru ekki orðnar of miklar er hægt að nota borðedikið góða til að fá þau til að glansa á ný. Glösin eru einfaldlega látin liggja í borðediki, blandað til helminga við vatn yfir nótt. Það ætti að ná í burtu því sem hefur safnast saman í rispurnar. Glösin eru svo þvegin í köldu vatni.
Betra er að venja sig á að þvo spariglösin, þá sérstaklega kristalinn eingöngu í höndunum í volgu sápuvatni. Muna að skola vel á eftir í hreinu vatni. Ef settir eru nokkrir dropar af borðediki í skolvatnið, er nokkuð öruggt að þú fáir glösin þín glansandi hrein og fín.
Ef þú hinsvegar vilt frekar nota uppþvottavélina, vertu þá viss um að vélin sé full af gljáa, (eftir skolefni), veldu þvottakerfi með lágu hitastigi og fjarlægðu glösin áður en vélin byrjar að þurrka. Það er háa hitastigið sem veldur rispum og ætingu á glösunum.
Athugið að nota ekki edik á glös með möttum skreytingum, munið edik er líka ætandi.
Svo er auðvitað sniðugt að eiga frekar ódýrari glös fyrir daglega notkun.
Gangi þér vel.
JJ/2017