Viðhald húsgagna

Póleraður viður. Ef gráir blettir myndast á borðplötu er gott að nudda þá með ösku (t.d. vindlaösku), nota til þess frekar grófan klút eða jafnvel dagblaðssnifsi.

Eik, fura og annar gljúpur viður, sem koma á ljósir/gráir blettir t.d. undan bleytu, er gott ráð að nudda á þá smá majónesi og þurrka vel með mjúkum klút á eftir.
Góð viðhaldsmeðferð er að nota viðeigandi bón á húsgögn.

Tekkhúsgögn. Bera á þau tekkolíu af og til, láta líða smá stund og þurrka síðan vel. Tekkhúsgögn sem eru utan er nauðsynlegt að bera á olíu til þess gerða til að verja þau vatnsálagi. Helst á hverju ári áður en þau eru tekin í notkun.

Reyrhúsgögn er gott að þvo öðru hvoru með volgu vatni + sápuflögum/sápuspæni. Á eftir er nauðsynlegt að skola upp úr saltvatni sem borið er á þau með svampi, þá heldur reyrinn stinnleikanum.

Tágahúsgögn er best að þrífa með því að stilla rygsugu á blástur og blása þannig ryk og önnur óhreinindi af. Einnig er hægt að ná blettum með því að bursta þau með góðum bursta upp úr vatni með uppþvottalegi, skola síðan vel og þurrka.

Málmhúsgögn vilja ryðga við að standa úti. Best er að nota stífan vírbursta til að ná því burt. Hægt er að fá ryðverjandi málningu til að mála þau með, það eykur til muna endingu þeirra.

  • Monday, 14 nóvember 2016