MSG hefur verið mikið í umræðunni undanfarin misseri. En fyrir hvað stendur skammstöfunin MSG?
Mono = gríski stafurinn einn
Sodium = enska orðið yfir natríum
Glutamate = stendur fyrir glutamatic þ.e. amínósýru
Skoðum aðeins nánar úr hverju það er búið til og af hverju það hefur vakið viðbrögð neytenda. MSG (Mono Sodium Glutamate) eða þriðja kryddið, er unnið úr korni, þangi, sykurrófum o.fl. hráefnum og er notað til að ná fram auknu bragði í mat.
Það er notað í ýmis krydd (t.d. Aromat og Picante), unnar matvörum eins og súputeninga, sósu- og súpuduft, einnig í lyfjum (gelatín) og sumum fæðubótarefnum. Einnig sælgætishlaupi, snakki og nokkrum ostategundum. Einna þekktust er notkun þess í austurlenskri matargerð.
Þetta efni hefur verið mikið rannsakað og ekki þykir sannað að það valdi ofnæmi heldur miklu fremur eitrunareinkennum, óþoli, sem lýsir sér í heilsufarslegum óþægindum s.s. svima og höfuðverk. Og þegar verst lætur, öndunarerfiðleikum, auknum hjartslætti og meltingartruflunum.
Hins vegar eru þeir til sem halda því fram að efnið sé skaðlaust sé það notað í litlu magni.
● MSG er hvítt kristallað duft svipað salti eða sykri. Það er bragðlaust en eykur bragð þess matar sem það er blandað í.
● Það var jananskur vísindamaður að nafni Kikunae Ikeda sem fyrstur vann bragðaukandi efnið úr þangi árið 1905.
● Í dag er MSG nær eingöngu verksmiðjuframleitt (kemískt) með gerjunarferli, þ.e. sterkja, sykur rófur, og er því ekki lengur náttúruleg afurð.
● Ef við viljum forðast að neyta MSG er eina ráðið að lesa vel innihaldslýsingu á vöru.
● Ef innihaldslýsing stendur E621 þýðir það að varan innihaldi MSG
● Ef nefnd eru bragðaukandi efni (flavor-enhancers) má gera ráð fyrir að um MSG sé að ræða.
● Margir framleiðendur eru farnir að merkja sína framleiðslu: Inniheldur ekki MSG
● Þurrkuð laufkrydd eru ekki blönduð með MSG
● Til eru þeir sem segja að MSG sé ávanabindandi og auki matarþörf og geti þannig stuðlað að offitu.
● Glutamat er efni sem finnst í líkamanum og hann framleiðir 40 gr af á dag. Að neyta tilbúins Glutamats getur því ruglað skynjara í líkamanum sem stjórna framleiðslu þess.
● Móðurmjólk hefur 10 sinnum meira Glutamat innihald en kúamjólk.
● Ef í innhaldslýsingu stendur gær ekstrakteða yeast extract þýðir það að vara innihaldi Glutamat.
● Þeir sem vilja forðast salt í mat ættu ekki að nota MSG, því það inniheldur salt.