Ofnhiti

eldavel2.jpg
Hér fylgir tafla til að breyta ofnhita á milli Celcius og Fahrenheit og eins hitastig fyrir gasofn. Einnig baksturráð til að spara orku. Í uppskriftum hér á síðunni er hitastig í uppskriftum gefið upp í Celcíus nema annað sé tekið fram.

Þannig er það oftast með í uppskriftum hér á landi en til að breyta hita úr  Celíus í Fahrenheit og í gas fylgir hér tafla:

°C :   °F :   Gas:
110     225    ¼
130     250    ½
140     275    1
150     300    2
170     325    3
180     350    4
190     375    5
200     400    6
220     425    7
230     455    8

Að breyta Fahrenheit í Celcíus:Þá er 32 dregnir frá uppgefnu hitastigi á Fahrenheit, margfaldið þá tölu með 5 og síðan er deilt með 9. Að breyta Celcíus í Fahrenheit:Uppgefið hitastig á Celcíus er margfaldað með 9, deilið í þá tölu með 5 og bætið 32 við.Blásturofn:Draga þarf 20°C frá uppgefnum hita í venjulegum ofni.

Baksturráð:
Baksturstími fyrir gerbrauð fer eftir því hvort við setjum brauðin inn í kaldan eða heitan ofn.

Þessi aðferð er orkusparandi og miðast við:
Að brauðin fari í kaldan ofn.
Hann stilltur á 200° yfir og undirhita og kveikt.
Slökkt á ofninum eftir baksturstímann, sem uppefin er í töflunni hér fyrir neðan.
Brauðin látin standa í ofninum eftir að slökkt hefur verið á honum, (eftirhitun).
Gott að fylgjast með og banka í brauðin til að athuga hvort þau eru fullbökuð.Bollur og smábrauð =  15 mín. + 15 mín. eftirhitunHveitibrauð (500 gr) = 35 mín. + 15 mín. eftirhitun
Grahamsbrauð = 40 mín. + 15 mín. eftirhitun
Kornbrauð = 45 mín. + 15 mín. eftirhitunRúgbrauð (súrdeig) = 1 ½ klst. + 15 mín. eftirhitunSigtimjölsbrauð = 40 mín. + 15 mín. eftirhitun ATH. Brauð og kökur sem eru í lyftiduft verða að fara í forhitaðan ofn.

  • Friday, 26 október 2012