Rjómalöguð uppskerusúpa með beikoni

3.0/5 rating 1 vote
  • Serves: 6
  • Complexity: easy
  • Origin: Súpur
Rjómalöguð uppskerusúpa með beikoni

Ingredients

  • 150 gr beikon
  • 1-2 laukar, smátt saxaðir
  • 4 hvítlauksrif, smátt söxuð
  • 500 g kartöflur, skornar í tvennt og svo í sneiðar
  • 1 lítið blómkálshöfuð, skorið í litla bita
  • 3 - 4 stórar gulrætur, skornar í sneiðar
  • 1 askja (ca 15 - 18 stk) kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
  • 1 lítri kjúklinga- eða grænmetissoð
  • 2 msk tómatpúrra
  • 3 dl rjómi
  • 3 - 4 góðar lúkur af fersku spínati
  • Sjávarsalt og nýmalaður pipar
  • Smávegis af ferskri basiliku til að strá yfir í lokin

Directions

  1. Byrjið á að hita stóran pott við meðalhita. steikið beikonið þar til það er vel stökkt og færið það þá upp á eldhúspappír. Steikið laukinn og hvítlaukinn í beikonfitunni (ef ykkur þykir of mikil fita af beikoninu, hellið þá aðeins af henni.) Bætið þá kartöflusneiðum, blómkáli, gulrótum og tómötum út á og steikið aðeins áfram. Hellið soði, tómatpúrru og rjóma yfir og hleypið suðunni upp. Smakkið til með salti og pipar og ef til vill kjúklinga eða grænmetiskrafti ef ykkur finnst þess þurfa. Sjóðið í um 10 mínútur eða þar til kartöflurnar hafa eldast í gegn. Bætið þá spínatinu út í og látoð það sjóða með í um 2 -3 mínútur. 

  2. Berið fram strax með ferskri basiliku og stráið stökku beikoninu yfir hverja skál ásamt dálitlum sýrðum rjóma. 

     

    Þetta er naglasúpa, - semsagt upplagt að nýta það grænmeti sem er til í ísskápnum.

    Verði ykkur að góðu

     

     

     

    Uppskriftin birtist í matarþætti Húsfreyjunnar 3 tbl. 2016