Ljóst súrdeigsbrauð

2.0/5 hattar (3 atkvæði)

Ingredients

  • Einfalt súrdeig
  • 5 g ger
  • 2 dl vatn
  • 2 dl sigtimjöl (hveiti og rúgmjöl til helminga)
  • Í brauðdeigið sjálft fer:
  • 2 dl volgt vatn
  • 1 tsk salt
  • 400 g prótínríkt hveiti (brauðhveiti)

Directions

  1. Aðgerð I

    Hrært saman í skál gjarnan með pískara og breitt þétt yfir. Látið standa við stofuhita í ca 12 klst. Hræra þarf í því nokkrum sinnum. Á þessum tíma á það að margaldast. 

     

    Aðgerð II

    Hrærið vatninu út í súrdeigsblönduna, gjarnan í vél með hnoðara og setjið þurrefnin saman við. Hnoðað vel. 

    Látið hefast í 3 klst.

    Hnoðað upp aftur og mótuð 2 stór brauð eða 10 smábrauð. Skorið í þau eftir endilöngu.

    Látin hefast í ca 1 klst.

    Pensluð með eggi og köldu vatni blönduðu til helminga.

    Bökuð við 250° hita í ca 20 mín. Bankið í þau til að finna hvort þau eru bökuð. Látið kólna á bökunargrind.