Kartöflubrauð

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

  • 1 bréf þurrger
  • 1/2 l vatn
  • 3 tsk salt
  • 4 meðalstórar kartöflur, hráar
  • 250 g speltmjöl, fínt
  • ca 500 g hveiti

Directions

  1. Gerið er leyst upp í einum dl af volgu vatninu.

  2. Kartöflurnar rifnar á rifjárni. 

  3. Afganginum af vatninu hellt í gerblönduna ásamt saltinu. 

  4. Rifnum kartöflum og speltmjöli blandað út í og hnoðað vel saman, helst í vél. 

  5. Hveitinu hnoðað saman við í nokkrum skömmtum, þangað til það nær hæfilegri þykkt. Látið hefast í skál með klút yfir í ca 30-40.

  6. Deigið slegið niður og mótuð úr því 2-3 brauð. Sett á plötu og látin hefast í 30 mín.  Bökuð við 200° hita í 25-30 mín.
    Brauðin má frysta.