Ofnsteikt blómkál með tómats- fetasalati

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
Ofnsteikt blómkál með tómats- fetasalati

Ingredients

 • Ofnbakað blómkál
 • 1 blómkálshöfuð
 • Olífu olía
 • 1 hvítlauksrif
 • Salt og pipar
 • 2 msk smátt skorin graslaukur
 • ----------
 • Tómats- feta salat
 • 200 gr fetaostur
 • 200 gr kirsuberjatómatar
 • 1 rauðlaukur
 • 1 knippi af graslauk
 • Olífu olía
 • balsamik edik
 • salt og pipar

Directions

 1. Blómkál:

  Byrjið á að stilla ofninn á 180°C

  Skerið burt grænu blöðin frá blómkálinu (takið til hliðar og notið seinna í súpu) og skolið. 

  Nuddið olíunni í blómkálið, dreifið rifnum hvítlauknum og graslauknum yfir, kryddið með salt og pipar. 

  Setjið í ofn í 45 mínútur.

 2. Á meðan blómkálið er í ofninum útbúið þá tómatsalatið. 

  Skerið tómatana til hálfs skerið rauðlaukinn í þunnar sneiðar. Blandið fetaostinum og rauðlauknum saman við tómatana. 

  Takið út blómkálið og leggið á fat. Hellið olífuolíu yfir og dreifið salatinu í kringum blómkálið á diskinn.

  Skreytið með graslauk eða öðru eftir smekk. 

  Berið fram, ætti að duga sem meðlæti fyrir 4 eða aðalréttur fyrir tvo. 

   

   

  Uppskriftin er fengin úr tímaritinu Martha sem finnsk/sænska Kvenfélagasambandið gefur út. 

Leiðbeiningastöð heimilanna

Hallveigarstöðum  - Túngötu 14  - 101 Reykjavík
552 1135;
lh@leidbeiningastod.is