Sultaður rauðlaukur

4.5/5 hattar (15 atkvæði)
  • Complexity: easy
Sultaður rauðlaukur

Ingredients

  • 80 g smjör
  • 5 rauðlaukar, þunnt skornir
  • Smá salt
  • 100 g eða um 1/2 bolli af púðursykri
  • 185 ml rauðvínsedik eða 3/4 bolli

Directions

  1. Bræðið smjörið á stórri pönnu á miðlungshita eða þar til smjörið fer að freyða. Bætið þá við lauknum og smá salti, steikið í um 15 mínútur eða þar til laukurinn er orðinn mjúkur. 

    Bætið þá sykrinum við og látið malla í um 5 mínútur eða þar til sykurinn er uppleystur. 

    Bætið svo við rauðvínsedikinu og náið upp suðu. Lækkið þá hitann og látið malla í án loks í 20 mínútur eða þar til orðið vel þykkt.  

    Takið af hitanum og berið fram strax eða setjið í vel sótthreinsaðar krukkur og geymið í ísskáp.  

    Geymist vel í ísskáp í um 3 daga.