Rabarbarakaka

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
 • Ready in: 60 mín
 • Serves: 6
 • Complexity: medium
 • Origin: Bakstur
Rabarbarakaka

Ingredients

 • 2 vel þroskaðir bananar
 • 1 bolli kókosmjöl
 • 1 bolli haframjöl
 • 1 bolli heilhveiti
 • 2 tsk vínsteinslyftiduft
 • 1 bolli kurlaður ananas úr dós eða ferskur ananas
 • 2 egg
 • 1 tsk vanilludropar
 • Fylling:
 • 200 g rabarbari
 • 1 bolli kurlaður ananas
 • Marens:
 • 4 eggjahvítur
 • 250 g döðlur + 2 msk vatn hitað saman og kælt

Directions

 1. Verklýsing:

  Hrærið allt vel saman. bakið kökuna í 15 - 20 mínútur við 175°C. Sjóðið fyllinguna létta saman í potti og setjið ofan á kökuna þegar hún er bökuð. Mýkjið döðlurnar með vatninu í potti eða örbylgjuofni, kælið. Stífþeytið egjahvíturnar, bætið döðlunum saman við og þeytið vel. 

  Setjið marensinn yfir kökuna, hyljið fyllinguna vel og bakið við 150°C í 15 - 20 mínútur. 

   

  Þessa köku má nota sem eftirrrétt eða kaffimeðlæti. Í henni er hvorki viðbættur sykur (hægt að fá niðursoðinn ananas án sykurs),hvítt hveiti né fita. 

   

   

   

   

   

   

   

  Þessi uppskrift birtist í Húsfreyjunni 2 tbl. 2010