Kartöflupottur

0.0/5 hattar (0 atkvæði)

Ingredients

 • 1 meðalstór laukur
 • 600 g kartöflur
 • 400 g sellerírót
 • 4 msk olía
 • salt
 • pipar
 • 2 tsk rifinn sítrónubörkur
 • 1 búnt vorlaukur

Directions

 1. Laukurinn skorinn smátt og mýktur í heitri olíu í potti. Kartöflurnar og sellerírótin afhýddar og skornar í teninga og bætt saman við. Steikt áfram við vægan hita þangað til grænmetið verður meyrt. Saltað og piprað eftir smekk og sítrónuberkinum hrært saman við.
  Vorlaukurinn saxaður smátt og bætt út í rétt áður en borið er fram.