Rauðkálssalat

0.0/5 hattar (0 atkvæði)
  • Complexity: easy
  • Origin: Ferskt

Ingredients

  • 300 g rauðkál, skorið í strimla
  • 2 græn epli, afhýdd og skorin í bita
  • 1 rauðlaukur
  • 1 sellerísstilkur, skorin í bita
  • 100 g blá vínber
  • 3 msk sítrónusafi
  • 2 msk olía (extra virgin olívuolía)
  • salt og pipar eftir smekk
  • valhnetur, grófsaxaðar (magn eftir smekk)
  • pistasíuhnetur, grófsaxaðar (magn eftir smekk)
  • ristaðar furuhnetur
  • hangikjöt, skorið í strimla ( má nota hvaða kjöt sem er og magn eftir smekk)

Directions

  1. Blandið rauðkáli, eplabitum, rauðlauki, selleríi og vínberjum saman í skál. 2. hrærið saman sítrónusafa og olíu og dreypið yfir salatið. 3. Blandið vel og kryddið með salti og pipar eftir smekk. 4. Bætið að lokum valhnetum, pistasíuhnetum og kjötinu við. 5.Skreytið með ristuðum furuhnetum. 

     

    Dugar fyrir 10 manns. 

    Tilvalið með lambalærinu. 

     

    Þessi uppskrift birtist í 1 tbl Húsfreyjunnar 2012