Margt þarf að hafa í huga þegar við gerum sultur, mauk, hlaup og saft. Nauðsynlegt er að þvo og hreinsa krukkur, glös, flöskur og lok mjög vel. Annars geta bakteríur komist á kreik og dafnað, okkur til lítillar ánægju. Það eykur líka geymsluþol að vanda sig við verkið.