Það er skemmtilegur og góður íslenskur siður að borða súrmat og fleira úr „gamla eldhúsinu“ okkar og auðvelt að útbúa þorrablót í heimahúsum.
Blóðmör og lifrarpylsa, súr og ný
sviðasulta súrsuð og ný
svínasulta, súrsuð og ný
súrsaðir hrútspungar
-- lundabaggar
-- bringukollar
-- hvalsrengi ef það er fáanlegt
Hangikjöt, magáll og saltkjöt (helst heitt) tilheyra líka. Líka soðin svið og sviðalappir.
Síldarréttir hvers konar eru oft hafðir með, t.d. kryddsíld, eða maríneruð síld og síldarsalöt.
Ómissandi er auðvitað harðfiskur og hákarl.
Meðlæti sem á vel við er soðnar gulrófur, rófustappa, kartöflur, kartöflumús, ljóst og dökkt rúgbrauð, flatkökur og smjör.
Jafnvel rauðrófusalat eða ítalskt salat og svo hvítur jafningur með hangikjötinu.
Varast skal að láta þorramat standa lengi við stofuhita eftir að borðhaldi líkur. Best að kæla afganga eins fljótt og við verður komið.